Galdr
Léttleikandi
helles/pilsner-bjór. Magnaður upp samkvæmt Reinheitsgebot, aldagömlum
þýskum reglum um hreinleika innihaldsefna, enda er hann í algjöru
jafnvægi.
Enginn viðbættur sykur.
Styrkur: 4,6%
Vetur
*Árstíðabundin vara!
Jólabjór
sem er myrkur og megnugur, særður fram með hreinni lakkrísrót. Þýskur
dunkel; koparlitaður og millidökkur lagerbjór.
Enginn viðbættur
sykur.
Styrkur: 5,1%
Kukl
Klassískur
lagerbjór, galdraður fram á fumlausan og rólegan máta, samkvæmt
margreyndum særingum bruggmeistarans. Þýskur Märzen; hægbruggaður og
millidökkur lagerbjór.
Enginn viðbættur sykur.
Styrkur: 5%
Kyngimagnaður bjór
Allir þrír bjórarnir okkar fást nú í fallegri gjafaöskju sem er fyrirtaks tækifærisgjöf.
Gerðu vel við bragðlaukana
Galdur er nýjasta brugghúsið í fjölbreyttri flóru bjórframleiðenda hér á landi. Galdur sker sig þó úr að mörgu leyti en það má segja að nýjasta brugghús Íslendinga sé í samfélagseigu. Galdur er samstarf frumkvöðla, íbúa á svæðinu og helstu fyrirtækja á Hólmavík. Auk þess þykir framleiðslan vera umlukin kröftugum göldrum enda eru Strandir þekktar fyrir sögur af galdramönnum.
Bjórinn okkar inniheldur aðeins hreinustu hráefni sem náttúran hefur uppá að bjóða. Að auki gefur steinefnaríkt vatnið af Ströndum bjórnum einstakt og afgerandi bragð.
Ekki missa af!
Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu tilkynningar, tilboð og skemmtilegar staðreyndir beint á netfangið þitt.