Galdrastafir
Ægishjálmur
Ægishjálmur er varnarstafur gegn illum vættum, óvinum og yfirgangi
og reiði höfðingja.
°Stafurinn skal ristur í blýplötu sem síðan er þrýst á ennið á milli
aegishjalmuraugnanna og þrykktur í hörundið. Galdramaðurinn skal
þylja formála þann sem galdrastafnum fylgir:
"Fjón þvæ ég af mér fjanda minna, rán og reiði ríkra manna". Við það
öðlast hann það hugrekki sem til þarf, að ganga gegn hverju hann
óttast.
Draumstafir
Ristu stafi þessa í silfur eða á hvítt leður á Jónsmessunótt. Sofðu svo á þeim og dreymir þig þá það
sem þú vilt þegar sólin er lægst á lofti.
Rotaskross
Ágætur varnastafur. Hann skal rista á surtarbrand og bera blóð í skurðinn, og rist umhverfis stafinn
með málrúnum þetta vers, og getur hann þá hjálpað vel:
Jesú dreyra-dauða, og pín,
sem dregur oss frá grandi,
set ég milli mín og þín,
myrkra styrkur andi.